Skipulags- og lóðamál

Skipulags- og lóðamál

Fyrirhugað er að fara í gerð rammaskipulags í heild fyrir svæði Örfiriseyjar og Gömlu hafnarinnar.  Verður þá stefna tekin í uppbyggingu og notkun svæðisins til framtíðar.  Áætlað er að þessi vinna fari fram á árinu 2021. 

Deiliskipulag svonefnds Línbergsreits við Fiskislóð í Örfirisey var afgreitt hjá Reykjavíkurborg á árinu og auglýst í framhaldinu.  Er það ferli í gangi og reiknað er með að deiliskipulagið taki gildi á árinu 2021.  

Skipulag Sundahafnarsvæðisins er verkefni sem er áfram í vinnslu þar sem m.a. áætlaðar breytingar á hafnarmannvirkjum, landfyllingar og dýpkanir eru í mati á umhverfisáhrifum. Skipulag svæðisins í heild þarf m.a. að taka tillit til legu nýrrar Sundabrautar og er sú vinna í gangi.  

Undirbúningur við stofnun lóðar fyrir nýja aðveitustöð Veitna við Sægarða 1 fór af stað á árinu.  Sú aðveitustöð kemur til með að styrkja rafmagnsdreifikerfið m.a. fyrir hafnarsvæðið í Sundahöfn.