Ársskýrsla Faxaflóahafna 2020

Hafið

Hafið bláa hafið, svo fallegt og hljótt
Hafsins huldu dýpi, svo dimm og köld
Hafsins sterku öldur svo lævísar leika sér
Hafið stóra hafið, hvert er þitt leyndarmál
Hafið gamla hafið, hve mörgum hefur þú drekkt
Hafið skrýtna hafið, hvers móðir ert þú hér
Hafið salta hafið, hví græturðu svo sárt
Djúpa hafið svarta, svo dularfullt í nótt
Hafið bláa hafið, ég kem til þín fljótt

Eva Rut Hjaltadóttir
1987