Ávarp stjórnarformanns

 

Þetta hafa verði fordæmalausir tímar. Það verður ekki of oft sagt. En höfnin eins og áður stendur vaktina í brimrótinu. Seinasta ár fól í sér fjölmargar áskoranir fyrir Faxaflóahafnir og viðskiptavini hafnanna. Verulega dró úr útflutningi á ferskum fiski er veitingastaðir erlendis skelltu í lás. Innflutningur dróst saman með tilheyrandi lækkun á vörugjöldum og ferðaþjónustan lamaðist.

Faxaflóahafnir höfðu fjárhagslega burði og styrk til að mæta sínum viðskiptavinum og gerðu það á margvíslegan hátt og það er gott að sjá starfsemi lifna aftur við.

Ný þjónustuhús við Ægisgarð voru tekin í notkun á seinasta ári og munu loks fá að þjóna hlutverki sínu núna í sumar. Húsin eru prýði fyrir höfnina og mikilvæg þjónustu aukning fyrir ferðaþjónustuna.

Fyrstu skemmtiferðaskipin eru komin, lífið er að færast í samt horf og vonandi heldur sú þróun áfram.

Stjórnendur Faxaflóahafna undir dyggri stjórn nýs hafnarstjóra unnu kraftaverk á seinasta ári. Skilvirkar hagræðingar aðgerðir og almenn ráðdeild í rekstri skila okkur enn of aftur í hagnaði þrátt fyrir tekjufall síðasta árs og fyrir það vil ég þakka.

Ég vil nota tækifærið hér og kveðja, ég læt af störfum sem stjórnarformaður eftir 7 ára setu í kjölfar aðalfundar. Það hefur verði sannur heiður að starfa með þessu flotta fyrirtæki og taka þátt í þróun þess, takk fyrir mig.

Reykjavík, 24. júní 2021

Kristín Soffía Jónsdóttir,
stjórnarformaður