Afkoma ársins

Afkoma ársins 2020

Rekstrarniðurstaða

Rekstarniðurstaða ársins 2020 nam 391 m.kr. eða 42,6%  verri niðurstaða en áætlun gerði ráð fyrir. Til samanburðar var hagnaður 883 m.kr. árið 2019.   Hagnaður  af reglulegri starfsemi nam 219 m.kr. eða 67,4% undir áætlun, en 2019 var hagnaður af reglulegri starfsemi 863 m.kr. Söluhagnaður vegna hafnsögubátsins Jötuns, sem var seldur í júní, er 185 m.kr. er undir óreglulegum liðum.

Rekstrartekjur

Rekstrartekjur námu 3.485 m.kr. eða 764 m.kr. undir áætlun sem gerði ráð fyrir 4.249 m.kr. Árið 2019 voru tekjur 4.121 m.kr. og hafa því lækkað um 15,4% á milli ára. Allir helstu tekjuliðir drógust saman að eignatekjum undanskildum. Samdráttur í vöruflutningum og afbókanir skemmtiferðaskipa þýða að tekjur ársins urðu talsvert lægri en gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun.  Vörugjöld voru 21,5% lægri en áætlun gerði ráð fyrir og aflagjöld voru eilítið undir  áætlun.  Skipagjöld og tekjur af hafnarþjónustu voru talsvert undir áætlun þar sem nánast engin farþegaskip koma til hafnar vegna Covid-19 faraldursins.

Vöru- og aflagjöld

Samdráttur tekna af vörugjöldum skýrist aðallega af minni innflutningi en ráð var fyrir gert en hann nam 2,2 millj. tonna samanborið við 2,5 millj. tonna eins og sjá má í töflunni hér til hliðar. Þannig fækkar gámaeiningum til hafnar úr 221.700 TEU í 221.500.  Tómir gámar í flutningi voru 108.600 TEU árið 2019 en voru 100.145 árið 2020. Heildargámaflutningar voru því 321.600 TEU í samanburði við 330.300 TEU árið 2019.

Tekjur af aflagjöldum hækka á milli ára en eru rétt undir áætlun ársins.  Aflagjöld reiknast af virði afla og m.a. vegna veikingu krónunnar hefur hann aukist  á milli ára þó heildarmagn dragist saman á milli ára.

Skipa- og farþegagjöld og tekjur af hafnarþjónustu og siglingarvernd

Verulegt tekjutap er vegna þess að nánast engin farþegaskip hafa komið til landsins eins og áður sagði en tekjur vegna þeirra voru áætlaðar 700 m.kr. brúttó. á árinu 2020.  Hefur sú þróun neikvæð áhrif á tekjur af innviðagjaldflokkunum skipagjöldum og farþegagjöldum.

Skipagjöld og hafnarþjónusta skiluðu samanlagt 767 m.kr. í tekjur, sem er  um 22% heildartekna, en gert var samanlagt ráð fyrir  1.175 m.kr.  og er tekjufallið því  408 m.kr. á milli ára.  Meginskýring þess er að nánast engin farþegaskip sem og rannsóknarskip komu til hafnar 2020 . Á milli áranna 2019 og 2020 varð mikil minnkun í samanlögðum tonnastærðum skipa sem komu til hafnar eða tæp 50% en skipagjöld reiknast af stærð skipa. Fjöldi skipakoma fækkaði um 21% á milli ára. Á árinu 2020 komu 1.085 skip yfir 100 brt. til hafnar, sem er fækkun um 293 skipakomur.

Þegar heildartekjur af farþegaskipum (skipagjöld, farþegagjöld, hafnarþjónusta og siglingavernd) eru skoðaðar má sjá að þær féllu mikið og standa einungis undir 0,3% af heildartekjum. Á töflunni hér til hliðar má sjá þróunina síðustu þrjú ár sem hlutfall af heildartekjum.

Eignatekjur og aðrar tekjur

Leigutekjur af lóðum og fasteignum mynda stofn Eignatekna sem eru nánast á pari við áætlun enda eru flestar eignir eru í langtíma útleigu.  Lóðagjöld vegna nýúthlutaðra lóða og heimildar til aukins byggingarmagns færast undir Aðrar tekjur.  Ekki var gert ráð fyrir þessum tekjum í fjárhagsáætlun og er því jákvæður munur uppá 146 m.kr.

Tekjur flokkaðar eftir hafnasvæðum

Þegar heildarrekstrartekjur eru skoðaðar eftir hafnarsvæðum má sjá að Sundahöfn er sem fyrr tekjuhæsta hafnarsvæðið, en Sundahöfn er megingátt flutninga á vörum til og frá Íslandi.

Eignatekjur eru hæstar í Sundahöfn  og aflagjöld hæst í Gömlu höfninni, enda meginhlutanum af bolfiski sem berst til hafnarinnar landað þar.  Vörugjöld í Gömlu höfninni eru fyrst og fremst vegna eldsneytisinnflutnings á Eyjargarði.  Heildarrekstrartekjur Faxaflóahafna sf. verða að stærstum hluta til í Sundahöfn en tekjur af því svæði voru 58% árið 2020.

Rekstrargjöld

Rekstargjöld Faxaflóahafna sf. árið 2020 voru 3.266 m.kr. en áætlun gerði ráð fyrir 3.577 m.kr.  Á árinu 2019 voru rekstrargjöld 3.258 m.kr. og hækka um 0,2% á milli ára.  Útgjöldin ráðast hins vegar ekki eingöngu af verðlagi heldur einnig sérgreindum viðhaldsverkefnum sem falla undir rekstur og geta verið mismunandi á milli ára.  Inn í rekstrargjöld ársins er fært uppgjör vegna kjarasamninga sem gilda frá 1. apríl 2019. Rekstrargjöld eru almennt í samræmi við áætlun.  Rekstrarafgangur ársins  er lægri en áætlun gerði ráð fyrir sökum lægri tekna af fyrrgreindum ástæðum.  

Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður var nánast á áætlun en hafnarvirki og eignagjöld voru undir áætlun, enda var dregið úr áætluðum viðhaldsframkvæmdum þegar ljóst var að COVID19 faraldurinn hefði veruleg áhrif á tekjur félagsins.  Þá var  hafnarþjónustan um  39 m.kr. yfir áætlun. Kostnaður við siglingavernd var 39 m.kr. undir áætlun.  Almennt var rekstur undir áætlun eða í samræmi við áætlun, en afskriftir eru svipaðar og í fyrra.

Launakostnaður óx um 10% á milli ára, og skýrist það m.a. af hækkun og eingreiðslu vegna kjarasamninga, veikindum umfram áætlanir, og einskiptiskostnaðar vegna starfsmannabreytinga.

Þar sem Faxaflóahafnir sf. halda úti sólarhringsvakt í hafnarþjónustu og hafnargæslu á Grundartanga er launakostnaður fyrirtækisins einn meginútgjaldaliður þess.  Heildarlaunakostnaður árið 2020 nam 1.200 m.kr.  Áætlun gerði ráð fyrir 1.150 m.kr. og er frávikið um að ræða kostnað við afleysingar og útköll vegna álagstoppa, veikinda og vegna breytinga í starfsmannahaldi.

Að jafnaði eru ráðnir 15 sumarstarfsmenn í Bækistöð fyrirtækisins, 1 sumarstarfsmaður á skrifstofunni og 4-5 starfsmenn eru ráðnir til afleysingar í hafnarþjónustu yfir sumarmánuðina.  Heildarársverk eru metin 79. Töluverð endurnýjun hefur átt sér stað í starfsmannahaldi fyrirtækisins.  Yngra fólk hefur leyst af eldri starfsmenn. Meðalaldur starfsmanna hefur lækkað úr tæplega 55 árum í rúm 52 ár.

Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld

Gjöld af fjármagnsliðum námu um 13 m.kr. Vaxtatekjur voru lægri en ráð var gert fyrir, en vaxtagjöld voru einnig lægri. Tekjur af óreglulegum liðun nam 185 kr. og komu til vegna hagnaðar á sölu dráttabátsins Jötuns. Hagnaður fyrir fjármunaliði er sem fyrr segir 219 m.kr.  en að teknu tilliti til fjármunaliða og óreglulegra liða 391 m.kr.

Efnahagur

Heildareignir námu 15.441 m.kr. og hafa lækkað frá áramótum.  Þar af námu fastafjármunir 14.439 m.kr.  og veltufjármunir 1.002 m.kr.  Heildarskuldir námu 565 m.kr. og langtímaskuldir 0 m.kr. Eina langtímalán Faxaflóahafnar var greitt upp á árinu.  Eigið fé nam 14.876 m.kr.

Sjóðstreymi

Veltufé frá rekstri var 897 m.kr. en áætlun gerði ráð fyrir 1.572 m.kr. Keyptir varanlegir rekstrarfjármunir, sem eru framkvæmdir ársins 2020, voru 1.340 m.kr. en ráðgert var að þeir væru 1.850 m.kr. Stærsta einstaka framkvæmd sem hefur verið frestað er endurnýjun Aðalhafnargarðs á Akranesi. Greiddur var út arður til eigenda sem nam 431,6 m.kr.  Handbært fé er 565 m.kr. er talsvert lægra  en um síðustu áramót, aðallega vegna uppgreiðslu láns en greiddar afborganir lána námu 683 m.kr., en 2019 var handbært fé kr. 1.404 m.kr.

Meginkennitölur fyrirtækisins árin 2016 – 2020 eru eftirfarandi: